Google Workspace er frábær 100% skýlausn fyrir fyrirtæki. Í sinni einföldustu mynd er um að ræða póstlausn en kerfið hefur marga góða hópvinnumöguleika sem gera lífið auðveldara í daglegum rekstri fyrirtækja, svo sem rauntímaspjall milli starfsmanna og einnig utan að komandi aðila ef því ber að skipta. Aðgengi er að öllum pósti og skjölum úr hvaða tölvu og snjalltæki sem er og öpp fáanleg fyrir öll helstu stýrikerfi snjalltækja.

Hver notandi fær 30gb pláss fyrir póstinn og auðvelt að stækka ef þörf krefur. Ekkert forrit þarf að setja upp á tölvuna því unnið er í póstinum í gegnum vafra, notendur eru því alltaf með sama viðmótið þó þeir vinni í mismunandi tölvum. Hægt er að stilla viðmótið á íslensku fyrir þá sem finnst það betra. Innbyggður villupúki og frábær leit í pósthólfinu og skjölunum. Tengiliðir vistast sjálfkrafa og svo margt, margt fleira.

Það er ekki að ástæðulausu að 5 milljónir fyrirtækja og stofnana hafa flutt sitt póstkerfi yfir í Google Workspace og hundruðir bætast við á degi hverjum.

Nokkur dæmi um þekkt fyrirtæki og stofnanir sem nota Google Workspace:

  • Roche, 110 ára gamalt lyfjafyrirtæki – 90.000 starfsmenn
  • BBVA, fjármálafyrirtæki stofnað árið 1857 – 110.000 starfsmenn
  • Shaw Industries, 160 ára gamalt fyrirtæki með 10.000 starfsmenn
  • Bandaríski herinn – 50.000 notendur
  • Costco
  • WhirlPool – 100.000 starfsmenn

Fjölmörg fyrirtæki, stofnanir og bæjarfélög á Íslandi hafa innleitt Google Workspace með frábærum árangri – bæði stór og smá.

Ef þú þú hefur áhuga á að hagræða í rekstri fyrirtækisins, þ.e.a.s. lækka kostnað, auka ánægju starfsfólks, eða yfirhöfuð einfalda póstkerfi fyrirtækisins þá ættir þú að hafa samband við okkur og við kynnum fyrir þér Google Workspace lausnina. Við berum vottunina “Google Workspace Partner” frá Google og höfum innleitt kerfið hjá rúmlega 150 fyrirtækjum síðustu árin.