1.       TACTICA ehf. veitir hýsingar- og almenna tölvuþjónustu til einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja gegn gjaldi undir nafninu TACTICA ehf. Viðskiptavinir skulu vera fjárráða og ekki vera í eldri vanskilum hjá TACTICA né Hýsingarfélaginu. Reikningar eru sendir frá TACTICA ehf. og eru þeir merktir TACTICA.

2.       Hver viðskiptavinur fær úthlutað aðgangi sem samanstendur notendanafni og leyniorði. Aðgang þennan má einn sá nota sem um hann sækir. Umsækjandi er ábyrgur fyrir aðganginum. Það er með öllu óheimilt að afhenda lykilorð sitt öðrum aðila.

3.       Skipti viðskiptavinur um heimilisfang skal tilkynna það eins fljótt og hægt er.

4.       Aðgangur og afnot netfangs og FTP aðgangs er bundið þeim aðila sem skráður er fyrir aðganginum. Ber hann jafnframt einn ábyrgð á því sem gert er með aðgangi hans. Áskrifandi skal sjálfur sjá um afritunartöku af þeim gögnum sem geymd eru á heimasvæði hans.

5.       Misnotkun á hýsingaraðganginum eða heimasvæði, s.s. birting eða fjöldadreifing ósiðlegs, ólöglegs eða ærumeiðandi efnis varðar við lög. Áskrifanda er óheimilt að vista á heimasvæði sínu efni sem brýtur í bága við íslensk lög. Vistun á torrent skrám, hvort sem um ræðir margmiðlunarefni eða hugbúnað til að sækja gögn sem varin eru af höfundarrétti á vefsvæðum er stranglega bönnuð.

6.       Áskrifanda ber að öllu leyti að virða þær umgengnisreglur sem settar eru áskrifendum á internetinu, þ.m.t. reglur sem gilda á öðrum hlutum þess og þær notkunarreglur sem heildarsamtök aðila að internetinu setja. Sé áskrifandi fyrirtæki eða félagasamtök skuldbindur hann sig til þess með undirritun sinni a tryggja það að umgengnisreglur þessar og afleiðingar brota á þeim séu brýndar fyrir öllum sem internettenginguna nota.

7.   Viðskiptavinur sér sjálfur um að taka afrit af gögnum sínum sem hann geymir á þjónum TACTICA ehf. áskilur sér rétt til þess að eyða gögnum viðskiptavinar ef reikningar hafa ekki verið greiddir samfellt í 3 mánuði.. Gildir þetta bæði um svæði á vefþjónum og póstþjónum. TACTICA ehf. áskilur sér rétt til þess að eyða gögnum viðskiptavinar ef reikningar hafa ekki verið greiddir samfellt í 3 mánuði. tekur enga ábyrgð á gögnum sem geymd eru á netþjónum sínum sem kunna að skemmast eða tapast.

8. Gjaldtaka byrjar frá þeim degi/tíma sem að viðskiptavinur fær aðgangsupplýsingar afhentar.

9.  Hýsingarsamningar öðlast gildi við undirritun eða samþykki í gegnum staðfestan tölvupóst frá þeim sem er í forsvari fyrir kaupanda eða þess sem hefur óskað eftir þjónustunni fyrir hönd kaupanda. Hýsingarsamningar eru bindandi í 12 mánuði frá undirritun, eftir það er eins mánaðar uppsagnarfrestur. Uppsögn samnings skal vera skrifleg og send á uppsagnir@tactica.is. Uppsagnarfrestur er 1 mánuður og miðast við fyrsta dag næsta mánaðar eftir að uppsögn berst.

10.   Viðskiptavini er ekki heimilt að trufla, skerða eða á nokkurn hátt hafa áhrif á notkun annarra viðskiptavina, til dæmis með fjöldapóstsendingum og netárásum (DDoS).

11. Óleyfilegt er að keyra hverskonar forrit (script) svo sem Proxy, SeedBox og önnur script sem valda álagi og niðurhali á vefhýsingum sem TACTICA býður uppá.

12.   TACTICA ehf. áskilur sér rétt til að takmarka eða loka á þjónustu til rétthafa þjónustu tímabundið eða ótímabundið verði hann uppvís að óhóflegu erlendu niðurhali sem hefur áhrif á þjónustu annarra viðskiptavina. Hið sama gildir ef viðkomandi verður ítrekað fyrir netárásum (DDoS). Viðskiptavinur mun þá fá sendan tölvupóst þar sem hann verður varaður við varðandi frekari niðurhali eða árásum. Bregðist hann ekki við mun TACTICA takmarka eða loka á þjónustu. Við síendurteknum árásum verður tengingu lokað til frambúðar.

13.   Brot á ofangreindum reglum getur valdið tafarlausri lokun á þjónustu.

14.   TACTICA ehf. áskilur sér rétt til að endurskoða þessa skilmála án fyrirvara ef þörf krefur.

15.   TACTICA ehf. áskilur sér rétt til að senda viðskiptavinum póst, bréf og/eða tölvupóst með tilkynningum er varða þjónustuna.

16.   TACTICA ehf. áskilur sér rétt til þess að eyða gögnum viðskiptavinar ef reikningar hafa ekki verið greiddir samfellt í 3 mánuði.