Microsoft 365 er tölvupóstþjónusta sem notast er við í öllum helstu fyrirtækjum landsins, ástæðan fyrir vinsældum Exchange er hve áreiðanlegt, öruggt og lipurt kerfið er. Exchange gerir starfsmönnum þínum kleift að deila milli sín tengiliðum, verkum, dagatölum og tölvupóstsamskiptum. Þú getur notað tölvupóstinn á mörgum tölvum, pósturinn er alltaf sá sami á þeim öllum. Einnig er stuðningur við snjallsíma mjög góður, hann sér ekki einungis um póstinn heldur samkeyrast tengiliðir, dagatöl og verk milli Exchange og snjallsímans.

Hvernig er Exchange ólíkt POP3

POP3 tekur einungis á tölvupóstsamskiptum og það á mjög einfaldaðan máta, og getur ekki miðlað upplýsingum um tengiliði, dagatölum og verkum. Sem þýðir að þó þú getir haldið utanum þessar upplýsingar í Outlook með POP3 pósti eru allar upplýsingar geymdar á þinni tölvu og því hætta á að ef eitthvað fer úrskeiðis með vél- eða hugbúnað tölvunnar séu öll gögnin glötuð. Með Microsoft 365 eru öll gögnin geymd á miðlægum þjónum Microsoft og því ávallt aðgengileg, hvar sem er, hvenær sem er.

Vörn gegn ruslpósti og vírusum

Allur póstur sem fer í gegnum Microsoft 365 er sjálfkrafa vírus- og ruslpósts skannaður, til að veita bestu vörn sem völ er á.

Allar nánari upplýsingar um Microsoft 365 getur þú fengið með því að hafa samband við okkur í síma 546 6000 eða senda tölvupóst á hysingar@hysingar.is.

Athugið að verð fyrir vinnu tæknimanns við umsýslu og uppsetningu á Microsoft 365 er samkvæmt gjaldskrá.