TACTICA ber vottun frá Google sem endursölu- og þjónustuaðili á GoogleGoogle Cloud Partner Workspace sem áður hét G Suite. Google Workspace er frábær skýlausn fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum.

Grunnurinn í kerfinu er tölvupóstur byggður á Gmail. En Workspace inniheldur einnig allan þann hugbúnað sem skrifstofuhugbúnaður þarf að innihalda, og allt í skýinu. Ritvinnsluforritið Docs töflureiknirinn Sheets eru kjarninn í þjónustunni. Þar að auki inniheldur þjónustan marga aðra eiginleika sem henta vel í daglegum rekstri fyrirtækja. Þar má nefna Drive skjalageymslu sem geymir öll mikilvægustu gögnin og gerir þau aðgengileg úr öllum tækjum.