Hýsing á netþjóni

1.1 Umfang

Verksali tekur að sér fyrir verkkaupa hýsingu á netþjóni verkkaupa.

• Verkkaupi leigir hýsingu fyrir netþjón hjá verksala sem er staðsettur í vélarsal verksala.
• Verksali mun koma netþjóninum haglega fyrir í vélarsal sínum.
• Rekstur á öllum hugbúnaðarkerfum verður í höndum verkkaupa, gildir það bæði um stýrikerfi og hugbúnaðarkerfi sem verða keyrð á netþjóni.
• Varnir netþjóna í tölvuskáp er í höndum verkkaupa, s.s. vírusvarnir, varnir gegn innbrotum, nýjustu uppfærslur fyrir stýrikerfi netþjónsins og annað sem þarf til að tryggja rekstur slíkra netþjóna.
• Aðgangur frá netþjóni inn á Internetgátt verksala verður opinn.
• Fylgst er með utanlandsniðurhali og er það rukkað samkvæmt gildandi verðskrá hverju sinni ef farið er umfram fyrirfram ákveðið gagnamagn.
• Komi til aukaverka þarf verkkaupi að samþykkja þau formlega. Verð fyrir veitta tækni-þjónustu er skv. gildandi verðskrá verðskrá hverju sinni.
• Allur rekstur á Torrentsíðum eða þjónustu og dreifing á efni sem varið er höfundarrétti er stranglega bönnuð hvort sem um ræðir venjulegar vefhýsingar eða af netþjónum sem hýstir eru í vélarsal TACTICA ehf. IRC þjónustur eru ekki leyfðar af netkerfi TACTICA ehf.

1.2 Innifalið í samningi

Hér á eftir fer upptalning á þeirri þjónustu sem samningur þessi nær til:

• Hýsing á netþjóni verkkaupa í vélasal verksala (í læstum vélasal) og innra öryggi (kælt umhverfi, innbrotavarnir)
• Tenging við netvirki TACTICA ehf.
• IP-tölur fyrir netþjón og tengingar (samningsatriði).
• Afnot af eldvegg (skv. verðskrá).
• Uppsetning/tenging á netþjóni við net verksala.

1.3 Ekki innifalið í samningi

Eftirtaldir þættir falla utan samnings þessa.

• Uppsetning og rekstur á hugbúnaðarkerfum sem netþjónar keyra
• Lokauppsetning og rekstur á stýrikerfi sem keyrður verður á netþjónum
• Öll notendaþjónusta við viðskiptavini verkkaupa
• Öll vinna ráðgjafa, kerfisfræðinga og kerfisforritara samkvæmt beiðni verkkaupa
• Aðlögun, stillingar, innsetning séraðlaganna og ráðgjöf vegna nýrra útgáfa
• Gagnaflutningsleið annað en internet
• Flutningur gagna/skráa úr eldra kerfi
• Prentvinnslur og prentþjónusta verksala
• Skilgreiningar fyrir prentara
• Vinna við aðgangsþjónustu
• Kennsla á hugbúnaðarkerfin
• Endurheimt á skrám úr afritun
• Vinna við staðarnet verkkaupa
• Vinna vegna aðstoðar við þjónustu þriðja aðila
• Aðgengi að meldingum úr eftirlitskerfi Netsamskipta ehf.
• Annað sem er ekki tilgreint í gr. 1.1. og 1.2.
• Ef til kemur þjónusta sem greiðist fyrir aukalega miðað við mánaðargjald tilgreint í lið 1.4, skal verksali upplýsa verkkaupa um slíkan kostnað eða vinnu fyrirfram hverju sinni.

1.4 Greiðslur

Verkkaupi greiðir mánaðarlega fyrir  þjónustu verksala samkv. samningi. Verksali áskilur sér rétt til að loka fyrir þjónustu til verkkaupa, ef greiðslur berast ekki innan 45 daga frá síðasta gjalddaga.  Verksali skal senda verkkaupa athugasemd ef greiðslur hafa ekki borist innan 30 daga frá gjalddaga.

1.5 Gildistími

Samningurinn tekur gildi við undirskrift.  Áætlaður uppsetningartími á þjónustunni er 5 dagar frá undirskrift samnings. Gildistími samningsins er 6 mánuðir og er uppsegjanlegur hvenær sem er á tímabilinu með 1 mánaða fyrirvara.

Brot á ofangreindum skilmálum sem og almennum notkunar- og greiðsluskilmálum TACTICA ehf. getur valdið tafarlausri lokun á þjónustu.